Það er engin handbók til að fletta upp í þegar elgur fellur ofan í vök,“ sagði Robert Higgins, landvörður í New York-ríki í Bandaríkjunum, sem vann það frækilega afrek á dögunum að bjarga slíkri skepnu úr þessum erfiðu aðstæðum. Um tarf var að ræða, en þeir geta vegið á fimmta hundrað kíló.
Vegfarandi varð var við að elgurinn féll ofan í vökina og lét strax vita af óhappinu, sem átti sér stað á Abanakee-vatni, um 60 metra frá föstu landi. Elgir eiga ekki gott með að koma sér sjálfir úr aðstæðum sem þessum, auk þess sem þeir geta drepist úr ofkælingu. Það reið því á að hafa snör handtök.
Higgins dreif sig á staðinn, ásamt tveimur öðrum starfsmönnum embættisins, og annar þeirra, skógarvörðurinn Evan Nahor, greindi frá því í myndbandsyfirlýsingu sem AP-fréttaveitan vitnar til að
...