Frönsk kvikmyndahátíð í Bíó Paradís Daaaaaalí! ★★★★· Leikstjórn og handrit: Quentin Dupieux. Aðalleikarar: Anaïs Demoustier, Edouard Baer, Jonathan Cohen, Gilles Lelluche, Piou Marmai og Didier Flamant. Frakkland, 2023. 79 mín.
kvikmyndir
Helgi Snær
Sigurðsson
Ein skemmtilegasta kvikmynd ársins, Daaaaaalí!, er (eða var, allt eftir því hvenær þessi gagnrýni birtist) sýnd á Franskri kvikmyndahátíð í Bíó Paradís. Ofanritaður sá myndina á fyrstu sýningu í fullum aðalsal kvikmyndahússins og var engu líkara en hann væri staddur í Frakklandi. Allt í kring sátu Frakkar og létu dæluna ganga, augljóslega mjög spenntir fyrir myndinni, sumir meira að segja með rauðvínsglas í hendi. Viðbrögðin voru líka góð, fólk skellihló að þessari stórskrítnu og bráðfyndnu gamanmynd Frakkans Quentins Dupieux sem kom manni sífellt og skemmtilega á óvart þannig að engin leið að spá fyrir um hvaða stefnu hún tæki næst.
Sem dæmi má nefna að þegar maður hélt að atriði væri búið hélt það bara áfram
...