Ég vona að ný ríkisstjórn láti rödd Íslands hljóma hátt og skýrt og tali fyrir friði í heiminum.
Benedikt Jóhannsson
Benedikt Jóhannsson

Benedikt Jóhannsson

Við höfum nýlega haldið hátíð ljóss og friðar og fögnum nýju ári með nýrri ríkisstjórn. Í heiminum er hins vegar ekki friðvænlegt og í Evrópu hefur í nær þrjú ár geisað versta stríð frá lokum seinni heimsstyrjaldar, fyrir nær 80 árum, eða um það bil mannsaldri. Fáir muna því hörmungar þess stríðs með beinum hætti og kannski er nú lögð minni rækt við það alþjóðlega samstarf sem komið var á við stríðslok, til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig.

Ég vil ekki á neinn hátt afsaka hina ósvífnu innrás Rússa í Úkraínu og ég dáist að því baráttuþreki sem Úkraínumenn sýna í varnarbaráttu sinni. Við Íslendingar höfum stutt dyggilega við bakið á Úkraínumönnum og ber að gera það áfram. Hins vegar verður ekki bundinn endi á þetta hryllilega stríð með því að senda sífellt fleiri og öflugri vopn til Úkraínu. Til að friður komist

...