Við eigum að hlusta á náttúruna og gefa lækjum, steinum og trjám athygli og hlusta á hvað andi þeirra vill segja okkur, eins og við hlustum á börnin okkar og elskum þau.“
Daría Testo og Bryndís Fjóla munu halda fyrirlestra á ráðstefnunni á Akureyri.
Daría Testo og Bryndís Fjóla munu halda fyrirlestra á ráðstefnunni á Akureyri. — Morgunblaðið/Eggert

Alþjóðlega ráðstefnan Tales of the Nature Spirits/Saga náttúruvættanna verður haldin seinna á þessu ári, nánar tiltekið 31. maí í Menningarhúsinu Hofi. Henni verður fylgt eftir með vinnustofu 1. júní í hátíðarsalnum Sólborg, Háskólanum á Akureyri. Skráning á ráðstefnuna er nauðsynleg og er þegar hafin á mak.is og einnig er hægt að kaupa miða á tix.is. Líka gefst kostur á að kaupa beint streymi á ráðstefnuna.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða Bryndís Fjóla Pétursdóttir, Auður Aðalsteinsdóttir, Galadriel González Romero, Nancy Marie Brown, Inga Lísa Middleton, Jindřich Pastorek og Daria Testo.

„Markmið ráðstefnunnar er að auðga skilning, þvert á fræðigreinar, þjóðerni og tungumál, á þeim óáþreifanlega menningararfi er snýr að álfum, huldufólki og öðrum náttúruvættum og um leið að skapa aukin og ný tækifæri

...