Hulduheimar Leikskólinn mun taka á móti 30 fleiri börnum eftir stækkun.
Hulduheimar Leikskólinn mun taka á móti 30 fleiri börnum eftir stækkun. — Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna viðbyggingar og framkvæmda á lóð leikskólans Hulduheima í Grafarvogi.

Gert er ráð fyrir að hefja framkvæmdir vorið 2025 og er stefnt að því að þeim verði lokið í júní 2026.

Heildarkostnaðaráætlun hljóðar upp á 350 milljónir króna. Þar af er kostnaður við lóð áætlaður 31 milljón og kostnaður vegna færslu á lögnum Veitna 15 milljónir. Viðbyggingin verður 265 fermetrar.

Leikskólinn Hulduheimar stendur við Vættaborgir 11 í Grafarvogi. Hann var formlega opnaður í nóvember 1997.

Starfsfólk er 25 talsins og geta um 77 börn dvalið þar samtímis á fjórum deildum.

Deildirnar

...