Karlalandsliðið í handknattleik á veika von um að komast í átta liða úrslitin á heimsmeistaramótinu eftir skell gegn Króötum í Zagreb í gærkvöld. Íslenska liðið mátti tapa með þriggja marka mun en Króatar náðu um skeið tíu marka forystu og sigruðu örugglega, 32:26. Þetta þýðir að íslenska liðið verður að vinna Argentínu í lokaumferð milliriðilsins á morgun og treysta á að annaðhvort Egyptar eða Króatar nái ekki að vinna sinn leik. Annars heldur liðið heim á leið. Íslensku stuðningsmennirnir voru að vonum daprir í leikslok. » 20, 21, 36 og 37