Sjónarvottur er titill sýningar í Berg Contemporary sem samanstendur af nýjum ljósmyndaverkum eftir Hallgerði Hallgrímsdóttur og Ninu Zurier. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands og stendur til og með 22. febrúar.
Verk Hallgerðar eru hluti af seríu sem ber titilinn Ósýnilegt stríð / Sýnilegt stríð og byggist á fundnum stereógrafíum sem teknar voru á glerplötur í fyrri heimsstyrjöldinni, auk litmynda af gróðri sem Hallgerður tók á virkiseyjum Suomenlinna í Helsinki.
„Ég er að reyna að kalla fram ákveðna tilfinningu sem ég upplifði sjálf þegar ég fékk safn af glerplötu-stereógrafíum gefins frá vini mínum. Fyrsta platan sem ég tók upp var hryllileg en á sama tíma heillandi mynd af eyðileggingu sem var augljóslega af mannavöldum. Maður sér strax að þarna er
...