Tjarnarbíó Ífigenía í Ásbrú ★★★½· Eftir Gary Owen. Þýðing: Þórey Birgisdóttir og Anna María Tómasdóttir. Leikstjóri: Anna María Tómasdóttir. Hljóðhönnun: Kristín Hrönn Jónsdóttir. Ljósahönnun: Ásta Jónína Arnardóttir. Leikari: Þórey Birgisdóttir. Frumsýnt í Tjarnarbíói fimmtudaginn 16. janúar 2025.
Leiklist
Þorgeir
Tryggvason
Þórey Birgisdóttir hefur í kynningarviðtölum lýst því hvernig einleikur Garys Owen, Iphigenia in Splott, heillaði hana upp úr skónum við fyrsta lestur. Fljótlega eftir það tryggði hún sér sýningarréttinn og hófst handa við að undirbúa uppfærslu. Þessi trú á efninu og ástríða fyrir því blasir við á öllum póstum í sýningunni í Tjarnarbíói.
Það eru reyndar ekki ýkja margir póstar. Leikmyndin er svo einföld að það er enginn skrifaður fyrir henni í leikskránni. Hljóðmynd Kristínar Hrannar Jónsdóttur og lýsing Ástu Jónínu Arnardóttur er sömuleiðis algerlega þjónandi. Þýðingin leikkonu og leikstjóra er lipur og leikræn. Ástríðan birtist fyrst og síðast í tökum Þóreyjar á efninu og trú hennar og Önnu Maríu
...