Lag Valgeirs Guðjónssonar, Við gerum okkar besta, hefur fylgt íslenska handboltalandsliðinu, eða Strákunum okkar, um langt skeið en það var samið sem baráttusöngur fyrir Ólympíuleikana í Seoul 1988. En landsliðið á annað lag, sem kom út aðeins fyrr, …
Þorgils Óttar Mathiesen var framkvæmdastjóri útgáfunnar.
Þorgils Óttar Mathiesen var framkvæmdastjóri útgáfunnar.

Lag Valgeirs Guðjónssonar, Við gerum okkar besta, hefur fylgt íslenska handboltalandsliðinu, eða Strákunum okkar, um langt skeið en það var samið sem baráttusöngur fyrir Ólympíuleikana í Seoul 1988. En landsliðið á annað lag, sem kom út aðeins fyrr, sem hefur ekki skilað sér eins vel inn á öldina sem við lifum á núna, Allt að verða vitlaust.

Sjálfur man ég ágætlega eftir þessu lagi en hafði ekki heyrt það lengi þegar það fór allt í einu undir nálina í einum útvarpsþættinum á dögunum, svona til að kynda undir Strákunum okkar á HM sem nú stendur yfir. Ótal spurningar vöknuðu. Hvenær kom þetta út? Hver samdi lagið? Hver samdi textann? Og þar fram eftir götunum.

Einboðið var að leggjast í rannsóknir og grúsk og áður en ég gat sagt „kaíró“ var ég búinn að finna eftirfarandi klausu, sem birtist á

...