— AFP/Andy Buchanan

Stormurinn Jóvin skall í gær á Írlandi og Skotlandi og þurftu milljónir manna að halda sig heima við vegna óveðursins. Náðu vindhviður allt að 50 metrum á sekúndu, og sló Jóvin þar með áttatíu ára gamalt vindhraðamet á Írlandi.

Raflínur slitnuðu og voru hundruð þúsund heimila rafmagnslaus tímabundið. Þá var ákveðið að loka bæði skólum og flugvöllum vegna stormsins. Þá var nokkuð um að tré hefðu brotnað eða rifnað upp með rótum.