Nokkur órói skapaðist meðal hluta farþega um borð í flugvél Play síðastliðinn miðvikudag. Flugvélin var á leið frá Fuerteventura á Kanaríeyjum til Keflavíkur. Mikil ókyrrð var um miðbik flugsins, sem var rúmir fimm tímar, og fékk einn farþeganna kvíðakast
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Nokkur órói skapaðist meðal hluta farþega um borð í flugvél Play síðastliðinn miðvikudag. Flugvélin var á leið frá Fuerteventura á Kanaríeyjum til Keflavíkur. Mikil ókyrrð var um miðbik flugsins, sem var rúmir fimm tímar, og fékk einn farþeganna kvíðakast.
Farþeginn, kona með kornabarn, fékk alvarlegt kvíðakast. Lýsti það sér þannig, að hennar sögn, að hún átti erfitt með að anda og óttaðist að vélin væri að hrapa. Blaðamaður var um borð og fylgdist með því þegar nærstöddum farþegum varð ekki um sel þegar konan fékk kvíðakastið.
Tekið skal fram að flugfreyjur ræddu við konuna, að beiðni nærstaddra farþega, og róaðist hún við það. Tóku flugfreyjurnar fram að aðeins nokkrar mínútur væru eftir af flugi í gegnum
...