Hafliði Kristinsson er máttarstólpi í samfélaginu í Urriðaholti sem með störfum sínum sem formaður íbúasamtaka hefur markað djúp spor í þróun og eflingu hverfisins. Þetta sagði Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ, við athöfn í vikunni þegar útnefndur var „Garðbæingurinn okkar“
Garðabær Frá veitingu viðurkenninga. Frá vinstri: Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar, Þuríður Björg Guðnadóttir, sem tók við viðurkenningu fyrir hönd móður sinnar Þórunnar Birnu Björgvinsdóttur, Erla Jónsdóttir, Gunnar Hrafn Richardson, Hafliði Kristinsson, Freyja Huginsdóttir og Almar Guðmundsson bæjarstjóri.
Garðabær Frá veitingu viðurkenninga. Frá vinstri: Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar, Þuríður Björg Guðnadóttir, sem tók við viðurkenningu fyrir hönd móður sinnar Þórunnar Birnu Björgvinsdóttur, Erla Jónsdóttir, Gunnar Hrafn Richardson, Hafliði Kristinsson, Freyja Huginsdóttir og Almar Guðmundsson bæjarstjóri. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Hafliði Kristinsson er máttarstólpi í samfélaginu í Urriðaholti sem með störfum sínum sem formaður íbúasamtaka hefur markað djúp spor í þróun og eflingu hverfisins. Þetta sagði Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ, við athöfn í vikunni þegar útnefndur var „Garðbæingurinn okkar“. Þetta er í annað sinn sem bryddað er upp á slíku, það er að veita viðurkenningu til fólks sem hefur látið til sín taka í nærsamfélaginu og komið góðu til leiðar.

111 tilnefningar bárust

Garðabær

...