Þessi drengur er viðrini. Ég hef aldrei séð neinn ólíklegri til afreka á velli. Veikbyggður, álappalegur og með hnausþykk gleraugu,“ sagði Andy Beattie, knattspyrnustjóri Huddersfield Town, eftir að hann hafði verið kynntur fyrir 14 ára skoskum unglingi sem var til reynslu hjá félaginu árið 1955. Sá hét Denis Law og átti, þvert á þetta viðmót, eftir að verða einn fremsti sóknarmaður sinnar kynslóðar á Bretlandseyjum.
Enda samdi Huddersfield við piltinn og hann hlaut eldskírn sína með liðinu aðeins 16 ára í B-deildinni. Þá hafði hann gengist undir aðgerð til að bæta sjónina sem færði Law aukið sjálfstraust. Hann lék í fjögur tímabil með Huddersfield, lengst af undir stjórn Bills Shanklys sem seinna átti eftir að gera Liverpool að stórveldi. Tveimur árum eftir frumraunina í Englandi var hann orðinn skoskur landsliðsmaður – og
...