Margar skýringar eru til á því að á Íslandi voru á þrettándu öld settar saman sögur sem áttu ekki sinn líka annars staðar. Hér skulu nefndar fjórar. 1) Íslendingar voru fáir og máttu sín ekki mikils

Margar skýringar eru til á því að á Íslandi voru á þrettándu öld settar saman sögur sem áttu ekki sinn líka annars staðar. Hér skulu nefndar fjórar.

1) Íslendingar voru fáir og máttu sín ekki mikils. Eina vopn þeirra var orðsins brandur, mælskulistin, til dæmis þegar Haraldur blátönn Danakonungur gerði árið 982 upptækt skip í eigu Íslendings. Þá hefndu Íslendingar sín með því að yrkja um konung níðvísur, eina á hvert nef.

2) Íslendingar stunduðu aðallega sauðfjárbúskap, en þá var fátt við að iðja í skammdeginu annað en semja sögur og segja. Auðvitað var líka skammdegi annars staðar á Norðurlöndum, en þungamiðja menningarinnar lá þar sunnar.

3) Á þrettándu öld voru komnir hér til sögu höfðingjar sem höfðu nægileg

...