Barnabarn mitt sem var að missa pabba sinn er nú jafngamalt og ég var þegar ég missi pabba minn. Það þarf að tala um þetta, alveg eins og talað er um krabbamein. Það þarf bæði að tala um alkóhólisma og sjálfsvíg.
Ellen hefur reynt margt á ævinni. Faðir hennar svipti sig lífi þegar hún var sautján ára og systir hennar lést í bílslysi. Ellen notar oft tónlist til að vinna úr sorginni.
Ellen hefur reynt margt á ævinni. Faðir hennar svipti sig lífi þegar hún var sautján ára og systir hennar lést í bílslysi. Ellen notar oft tónlist til að vinna úr sorginni. — Morgunblaðið/Ásdís

Mjálmar, kötturinn hennar Ellenar Kristjánsdóttur, er sestur í fangið á blaðamanni um leið og við setjumst við eldhúsborðið. Ellen ber á borð te, smákökur og fulla skál af lakkrísbitum fyrir gestinn, sem seilist fulloft í nammið. Á meðan Mjálmar malar hástöfum spjöllum við Ellen um lífið og tilveruna. Hún segir frá lífi sínu af hlýju og einlægni og dregur ekkert undan.

Ný heimildarmynd um Ellen, Ég verð aldrei önnur en ég er, verður frumsýnd á RÚV í kvöld, sunnudag. Þar er fylgst með Ellen fara í ferðalag á æskuslóðir í Bandaríkjunum og rifja upp það liðna. Ferðin er eins konar vegferð aftur í tímann og vekur upp gamlar minningar og alls konar tilfinningar. Við ræðum myndina en spjallið leiðir okkur um víðan völl. Ellen ræðir um sjálfsvíg og vill að umræðan opnist enn frekar, enda mikilvægt að grípa veika einstaklinga áður en þeir taka til slíkra örþrifaráða. Sjálf þekkir hún

...