Úr bæjarlífinu
Hermann N. Gunnarsson
Suðurnesjum
Að venju er ýmislegt um að vera í Reykjanesbæ og ekki síst í íþróttalífinu. Fyrr í mánuðinum fór fram flott athöfn í Hljómahöll þar sem kynnt var árlegt val á íþróttafólki ársins í Reykjanesbæ. Körfuboltakonan Thelma Dís Ágústsdóttir og sundmaðurinn Guðmundur Leo Rafnsson voru valin íþróttafólk ársins. Thelmu þarf vart að kynna fyrir þeim sem eru kunnugir körfuboltaheiminum en hún er hokin af reynslu bæði innanlands og erlendis.
Á árinu varð hún deildar-, bikar- og Íslandsmeistari með Keflavík og var valin í úrvalslið deildarinnar. Þá var hún einnig valin körfuknattleikskona ársins 2024. Geri aðrir betur! Guðjón er einn fremsti sundkappi landsins og setti þrjú ný Íslandsmet á árinu. Þar að auki vann hann fjölda verðlauna
...