Spenna Leo Woodall og Quintessa Swindell fara með aðalhlutverkin í nýjum samsæristryllismyndaflokki sem kom inn á streymisveituna Apple TV+ í vikunni. Prime Target kallast hann og fjallar um bráðsnjallan stærðfræðing, leikinn af Woodall, en rannsókn …
Spenna Leo Woodall og Quintessa Swindell fara með aðalhlutverkin í nýjum samsæristryllismyndaflokki sem kom inn á streymisveituna Apple TV+ í vikunni. Prime Target kallast hann og fjallar um bráðsnjallan stærðfræðing, leikinn af Woodall, en rannsókn hans á prímtölum gæti verið lykillinn að netöryggi um heim allan. Sumsé skrifað þráðbeint inn í tíðarandann. Swindell leikur starfsmann bandarískra öryggisyfirvalda sem hefur það hlutverk að passa upp á stærðfræðinginn. Hvers vegna er fylgst með honum og af hverju veldur leikur hans að tölum svo miklum skjálfta? Stephen Rea, David Morrissey og Sidse Babett Knudsen koma einnig við sögu.