Eftir því sem leikjum íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur fjölgað á HM í Króatíu hefur stuðningsmönnum Íslands fjölgað einnig. Í riðlakeppninni voru 200-300 áhorfendur vel merktir íslensku landsliðstreyjunni en nú þegar milliriðillinn er kominn á skrið er talið að um 1.000 Íslendingar séu mættir til Zagreb í Króatíu. Það munar um þann stuðning, okkar áttundi maður við sjö leikmenn liðsins inni á vellinum.
Sérsveitin svonefnda, stuðningsmannasveit Íslands, hefur farið fremst í flokki á pöllunum og staðið fyrir upphitunardagskrá fyrir leikina. Þannig var mikil stemning síðdegis í gær, fyrir leikinn gegn heimamönnum, Króötum, þó leikurinn hafi ekki spilast vel fyrir íslenska liðið.
Margir stuðningsmenn hafa verið stríðsmálaðir í framan, á handleggjum og fótleggjum. Sumir hafa gengið lengra, eins og Herdís Rútsdóttir fyrir leikinn
...