Sýningin Stara verður opnuð í Gerðarsafni í dag, laugardaginn 25. janúar, kl. 17-19. Hún er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025. Þar má finna verk eftir átta listamenn sem sagðir eru „má út skilin á milli þess hver er höfundur og hver er viðfang listaverka“
Sýningin Stara verður opnuð í Gerðarsafni í dag, laugardaginn 25. janúar, kl. 17-19. Hún er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025. Þar má finna verk eftir átta listamenn sem sagðir eru „má út skilin á milli þess hver er höfundur og hver er viðfang listaverka“.
Adele Hyry, Dýrfinna Benita Basalan, Jenny Rova, JH Engström, Jói Kjartans, Kristinn G. Harðarson, Michael Richardt og Sadie Cook eiga verk á sýningunni. Fimm þeirra eru ljósmyndarar sem mynda sig sjálf og fólkið nærri sér en þrjú vinna með videóverk, gjörninga, teikningu og textílverk. Sýningarstjórar eru Brynja Sveinsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir.