Donald Trump sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkja Norður-Ameríku í upphafi vikunnar. Rétt eins og á Íslandi fylgir það valdaskiptum vestanhafs að ganga til kirkju og hlýða á predikun. Það kom í hlut Mariann Edgar Budde, biskups í biskupakirkjunni í Washington-borg, að messa yfir nýjum forseta. Ég þekki ekki muninn á hinum ýmsu kirkjudeildum Bandaríkjanna en tel mig þó vita að biskupakirkjan sé í mörgu framsækin. Það kom einnig á daginn.
Mariann Edgar Budde talaði beint til forsetans með hætti sem margir eiga ekki að venjast. Hún bað Trump að sýna minnihlutahópum eins og ólöglegum innflytjendum og trans fólki miskunn. Hún orðaði óttann sem börn innflytjenda, fædd í Bandaríkjunum, búa nú við í ljósi nýrra forsetatilskipana um þvingaða brottför milljóna manna. Biskupinn skar beint inn að kjarna málsins og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Trump skipti litum á fremsta kirkjubekk og vatt sér beint í
...