Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með vexti og þróun Cornucopia undanfarin ár. Í gegnum þessa sýningu kannar listakonan samband náttúrunnar, tækninnar, líkamans og mannsins við umhverfið í gegnum tónlist, dans og myndefni. Svo fátt eitt sé nefnt! Saman kemur þetta í einslags stafrænu leikhúsi eða eins og Björk segir sjálf „taka 21. aldar stafrænu og gera hana líkamlega á 19. aldar sviði.“ Sýningin sem myndina prýðir var tekin upp í Portúgal haustið 2023, í Altice-tónleikahöllinni í Lissabon, og sá Ísold Uggadóttir um leikstjórn kvikmyndarinnar. Tónlistin er að mestu af plötunni Utopia (2017) en lög af Fossora (2022) og eldri plötum koma og við sögu.
Að sjá tónleikana/sýninguna á hvíta tjaldinu er ekkert minna en magnað. Björk hefur tekist að búa til heim, heillandi og dularfullan, þar sem hugsað er listavel inn
...