Ég elskaði hann svo heitt að ég hefði dáið fyrir hann en það komu tímabil þegar ég vissi ekki hvernig ég ætti að geta búið með honum.
Joan Plowright naut mikillar virðingar sem leikkona.
Joan Plowright naut mikillar virðingar sem leikkona.

Breska leikkonan Joan Plowright lést nýlega 95 ára gömul. Ferill hennar spannaði sex áratugi og hún hlaut fjölmargar viðurkenningar á ferlinum, þar á meðal Golden Globe-verðlaun og Tony-verðlaun. Hún var afar virt sviðsleikkona en lék einnig í kvikmyndum og sjónvarpi og var fagmaður fram í fingurgóma. „Það að leika er mér jafn lífsnauðsynlegt og að anda,“ sagði hún eitt sinn.

Hún fæddist árið 1929. Faðir hennar var ritstjóri og móðir hennar áhugaleikkona. Hjónabandið var vægast samt stormasamt, hjónin hnakkrifust og hentu hlutum hvort í annað og síðan tók við ísköld þögn þar til þau sættust.

Þegar Plowright sagði móður sinni ung að aldri að hún vildi verða leikkona sagði móðir hennar: „Þú ert ekkert olíumálverk en þú hefur neista og guði sé lof fyrir að þú hefur fótleggina mína en ekki

...