Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Matreiðslumeistarinn Axel Óskarsson er með marga bolta á lofti. Hann rekur ferðaskrifstofufyrirtækið I am Iceland, Bón- og bílaþvottastöðina Bíladekur, grillþjónustuna Grilldekur.is, veitingaþjónustuna hjá Golfklúbbnum Oddi í Urriðaholti og veitingastaðinn Kaffivagninn á Grandagarði í Reykjavík, en Jóhann Jónsson, sem var lengi yfirmatreiðslumaður á Lauga-Ási, er með honum í veitingabransanum.
„Þú verður að spyrja konuna mína að því,“ segir hann spurður um hvernig hann hann nái að sinna öllum þessum verkefnum, en Katrín Ósk Aldan Gunnarsdóttir, eiginkona hans, sér um fjármálin og bókhaldið. „Ég reyni að gera mitt besta á öllum vígstöðvum og dreifa álaginu. Ég er með gott starfsfólk á öllum stöðum og svo er utanumhaldið allt á einum stað.“ Hann
...