— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hvað heita þessir tónleikar?

Þeir heita Alter Eygló – frumsamin karókítónlist, fjárfesting til framtíðar. Ég hef verið að semja tónlist ætlaða til flutnings í karókí og hef verið með pælingar um að setja karókí-útgáfuna á Spotify en geyma söngútgáfuna fyrir tónleika. Ég vil fá fleiri til að koma á tónleika til mín.

Hver er Alter Eygló?

Það er mitt hliðarsjálf sem er í popptónlist á meðan ég er klassískt tónskáld.

Er erfitt að lifa af sem tónskáld?

Já, það hefur gengið upp og ofan. Ég hef samið kóratónlist og tónlist fyrir leikhús en það er engin eftirspurn og ég kann ekki að markaðssetja sjálfa mig. Þessi sýning er svolítið ég að reyna að koma mér og minni

...