Mín fyrstu viðbrögð voru þau að opna gluggann upp á gátt, stinga höfðinu út og öskra mjög hátt og mjög reiðilega: HEY!

Pistill

Ásdís Ásgeirsdóttir

asdis@mbl.is

Innbrot eru óskemmtileg. Ég lenti einu sinni í því og aðkoman var dapurleg. Búið var að stela einhverjum raftækjum og fatnaði og róta í öllu, meira að segja kíkja í ísskáp og frysti en bráðnaður grænn frostpinni lá á gólfinu í „blóði“ sínu. Þjófurinn hefur ekki kunnað að meta grænan hlunk.

Stundum eru samt meintir þjófar alls ekki þjófar. Eitt sinn fékk mamma gesti frá útlöndum og ákvað að láta þeim eftir íbúðina en sjálf fékk hún inni í kjallaraherbergi hjá dóttur sinni. Síðla kvölds fór hungrið að sverfa til sín og mamma trítlaði upp í eldhús á næstu hæð til að ná sér í mjólkurglas og brauðsneið. Systir mín hafði steingleymt að mamma væri í húsinu og hringdi rakleiðis í lögregluna að tilkynna innbrot og

...