Helga Ingólfsdóttir fæddist 25. janúar 1942 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Ingólfur Davíðsson, f. 1903, d. 1998, og Agnes Davíðsson, fædd Christensen 1902, d. 2000.
Helga lauk einleikaraprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1963 og brottfararprófi í semballeik í Þýskalandi 1968 fyrst Íslendinga. Gerðist hún brautryðjandi á Íslandi í túlkun barokktónlistar með upprunalegum hætti.
Helga stofnaði til Sumartónleika í Skálholtskirkju og var listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar í 30 ár, eða þar til hún dró sig í hlé vegna veikinda. Hún lagði sig fram um að draga fram fornan íslenskan tónlistararf og fyrir hvatningu hennar lögðu mörg tónskáld út af þessum gamla söngarfi.
Tónlistariðkuninni í Skálholtskirkju var fylgt eftir með hljóðritunum á plötum auk margvíslegs tónleikahalds innan lands og utan.
Helga hlaut margs konar viðurkenningu fyrir tónlistarstarf sitt, m.a. riddarakross íslensku fálkaorðunnar og heiðursverðlaun
...