Og þegar öllu er á botninn hvolft þá er það hin raunverulega og helgasta skylda allra þeirra stjórnmálamanna sem raunverulega trúa á frelsi einstaklingsins.

Úr ólíkum áttum

Þórdís Kolbrún R.

Gylfadóttir

thordiskolbrun@althingi.is

Við yfirborðslega athugun virðist sem úrlausnarefni stjórnmálanna séu svipuð hvar sem er í heiminum. Alls staðar er talað um hagvöxt, verðbólgu, vexti og atvinnuleysi. Stjórnvöld setja markmið til þess að passa upp á samkeppnishæfni og laða til sín fjárfestingu. Þau segjast vilja efla menntakerfin, huga að lífsskilyrðum barna og aldraðra, halda glæpum í skefjum, gæta að öryggi borgaranna og tryggja varnir gagnvart hugsanlegum aðsteðjandi ógnum.

Þetta á allt við hvort sem stjórnarfarið byggist á lýðræði, einræði eða flokksræði; og hvort sem stjórnvöld eru frjálslynd eða afturhaldssöm. Þegar við berum saman samfélög eru það líka þessir mælikvarðar sem við

...