Ísland á litla von um að ná sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í handbolta eftir tap fyrir Degi Sigurðssyni og hans mönnum í Króatíu, 32:26, í 2. umferð milliriðils 4 í Zagreb í gærkvöld
Vonbrigði Íslensku leikmennirnir voru að vonum daprir í bragði þegar þeir þökkuðu íslensku áhorfendum fyrir stuðninginn í leikslok.
Vonbrigði Íslensku leikmennirnir voru að vonum daprir í bragði þegar þeir þökkuðu íslensku áhorfendum fyrir stuðninginn í leikslok. — Morgunblaðið/Eyþór

Í Zagreb

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Ísland á litla von um að ná sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í handbolta eftir tap fyrir Degi Sigurðssyni og hans mönnum í Króatíu, 32:26, í 2. umferð milliriðils 4 í Zagreb í gærkvöld.

Ólíklegt er að sigur á Argentínu í lokaumferð riðilsins nægi til að fara áfram, þar sem auk þess þarf að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum eins og útskýrt er nánar hérna hægra megin í opnunni.

Staðan hjá íslenska liðinu fyrir leikinn var þannig að það hefði mátt tapa honum með þriggja marka mun en verið samt nánast öruggt um sæti í átta liða úrslitunum. Króatarnir þurftu minnst fjögurra marka sigur til að ná yfirhöndinni í innbyrðis leikjum gegn Egyptalandi og Íslandi, þar sem

...