Ragnheiður Torfadóttir, fyrrverandi rektor Menntaskólans í Reykjavík, fæddist á Ísafirði 1. maí 1937. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. janúar 2025.

Foreldrar Ragnheiðar voru Anna Jónsdóttir, f. 1912, d. 1992, og Torfi Hjartarson, tollstjóri og ríkissáttasemjari, f. 1902, d. 1996. Hún átti systkinin Hjört, f. 1935, Sigrúnu, f. 1938, d. 1991, og Helgu Sóleyju, f. 1951.

Eiginmaður Ragnheiðar var Þórhallur Vilmundarson, f. 1924, d. 2013, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðumaður Örnefnastofnunar. Foreldrar hans voru Kristín Ólafsdóttir læknir, f. 1889, d. 1971, og Vilmundur Jónsson landlæknir, f. 1889, d. 1972.

Börn Ragnheiðar og Þórhalls eru: 1) Guðrún, f. 1961, dósent í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gift Birgi Guðjónssyni menntaskólakennara. Þau eiga eina dóttur, Ragnheiði,

...