Fyrstu viku Donalds Trumps í forsetaembætti færðist mikið líf í bandarískan hlutabréfamarkað og tóku stóru hlutabréfavísitölurnar kipp. Magnús Sigurðsson stýrir fjárfestingasjóðnum og tæknifyrirtækinu Systematic Ventures í New York og fylgist manna…
Velkominn Starfsstöð í kauphöllinni í New York skreytt Trump-varningi. Ríkisstjórn Trumps er mjög í mun að skapa sem bestar aðstæður fyrir bandarísk fyrirtæki, minnka reglubyrðina og halda sköttum lágum.
Velkominn Starfsstöð í kauphöllinni í New York skreytt Trump-varningi. Ríkisstjórn Trumps er mjög í mun að skapa sem bestar aðstæður fyrir bandarísk fyrirtæki, minnka reglubyrðina og halda sköttum lágum. — AFP/Spencer Platt

Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Fyrstu viku Donalds Trumps í forsetaembætti færðist mikið líf í bandarískan hlutabréfamarkað og tóku stóru hlutabréfavísitölurnar kipp.

Magnús Sigurðsson stýrir fjárfestingasjóðnum og tæknifyrirtækinu Systematic Ventures í New York og fylgist manna best með bandaríska markaðinum en á síðasta ári báru fjárfestingar Magnúsar 38% ávöxtun. Aðspurður segist hann telja að innistæða sé fyrir þeirri hækkun hlutabréfaverðs sem fylgt hefur endurkomu Trumps og líklegra en ekki að fram undan sé gott ár á bandarískum hlutabréfamarkaði:

„Það eru nokkrar ástæður til bjartsýni. Fyrir það fyrsta er það mjög algengt, í sögulegu tilliti, að fyrsta árið eftir forsetakosningar sé gott ár fyrir þróun hlutabréfaverðs. Í

...