Sigurbjörg Jóna Gestsdóttir er fædd á Dalvík 19. júlí 1945. Hún lést 17. janúar 2025.
Foreldrar hennar voru Guðrún Aðalheiður Kristinsdóttir, húsmóðir og fiskverkakona, f. á Ingvörum í Svarfaðardal 13. desember 1913, d. 25. júlí 2001, og Gestur Hjörleifsson, söngstjóri, kórstjóri og skólastjóri tónlistarskólans á Dalvík, f. á Knappsstöðum í Fljótum 21. nóvember 1908, d. 17. febrúar 1995. Systkini Sigurbjargar eru Kristinn (látinn), Lóriley, Þóra, Álfhildur og Kári Bjarkar.
Sigurbjörg giftist Geir Agnari Guðsteinssyni, ritstjóra og blaðamanni, f. 3. júlí 1946. Systkini hans eru Finnur Jakob (látinn) og Guðlaug. Foreldrar Geirs Agnars voru Ragnheiður Finnsdóttir, f. 1913 að Hvilft í Önundarfirði, og Oddur Guðsteinn Sigurgeirsson, f. 1913 á Eyrarbakka.
Barn Sigurbjargar og Geirs Agnars er Guðrún,
...