Björn Brynjúlfur Björnsson
Björn Brynjúlfur Björnsson

Viðskiptablaðið fjallaði um skólamál í nýjasta tölublaði sínu og benti þar á hve mjög kostnaður á hvern nemanda í grunnskólum hér á landi hefur hækkað á síðustu árum. Þetta er áhyggjuefni, ekki síst í ljósi þess að á sama tíma hefur árangur farið versnandi og er nú sá næstlakasti í Evrópu.

Haft er eftir Birni Brynjúlfi Björnssyni framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs að samhliða þessum slæma árangri sé kostnaður á nemanda sá næsthæsti í Evrópu. „Þegar þetta tvennt er tekið saman þá skilar grunnskólakerfið okkar minnstu færni fyrir hverja krónu í Evrópu.“ Viðskiptaráð hefur lagt ýmislegt til sem gæti orðið til að bæta árangurinn en hefur ekki náð í gegn og framkvæmdastjórinn lýsir áhyggjum yfir stefnu nýrrar ríkisstjórnar í þessum efnum sem segi í stefnuyfirlýsingu ekkert um breytingar til að bæta námsárangur eða auka hagkvæmni.

...