Enn halda kínversk stjórnvöld upprunanum leyndum en böndin berast að rannsóknarstofunni

Fimm ár eru þessa dagana frá því að Wuhan-borg í Kína var lokað þegar þar kom upp skæður og þá ókunnur faraldur. Nokkru síðar var þessi faraldur á hvers manns vörum, nefndur Covid-19, þar sem í ljós kom að fyrsta tilfellið hafði komið upp síðla árs 2019.

Kínverjar tóku faraldurinn engum vettlingatökum og læstu Wuhan til dæmis af í 76 daga. Harðar aðgerðir fylgdu í landinu og miklar aðgerðir voru víðast hvar um heiminn eins og þekkt er, þó að fáir hafi treyst sér í aðgerðir eins og stjórnvöld í Kína, enda þurfa þau ekki að hafa sömu áhyggjur af almenningsálitinu og stjórnvöld víða um heim, einkum á Vesturlöndum.

Í seinni tíð hefur komið upp margvísleg gagnrýni á aðgerðirnar sem ráðist var í og efasemdir um að miklar lokanir hafi skilað árangri í sama mæli. Til að mynda er bent á Svíþjóð í því sambandi, sem beitti hófstilltari aðgerðum en

...