Nánast alger kyrrstaða hefur ríkt varðandi stærri vatnsaflsvirkjanir í mörg ár og taka mun áratug eða tugi að bæta þar úr.
Franz Árnason
Franz Árnason

Franz Árnason

Fyrir rúmum 12 árum skrifaði ég grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni „Er ekki allt í lagi með rafmagnið“. Þessi spurning á enn við að mestu leyti. Þó skal þess getið að viðunandi tenging við aflstöðvar á Norðausturlandi og á Austurlandi og allt til Eyjafjarðar komst í gagnið nýlega. Enn vantar þó mikið á að komin sé tenging landsins alls milli meginorkustöðva. Þetta er verkefni sem ekki þolir bið. Bæði er þar undir betri nýting á raforku og aukið öryggi varðandi truflanir í kerfinu eins og nýlega hefur sýnt sig.

Nánast alger kyrrstaða hefur ríkt varðandi stærri vatnsaflsvirkjanir í mörg ár og taka mun áratug eða tugi að bæta þar úr. Heyra má raddir sem halda því fram að nægileg raforka sé til í landinu eða að minnsta kosti gæti svo verið ef lokað yrði fyrir raforku til stórnotanda. Þetta er rétt eitt og sér. Hér þarf þó

...