Hnúfubakur Tugþúsundir hvala í úthöfunum éta sitt.
Hnúfubakur Tugþúsundir hvala í úthöfunum éta sitt.

850.000 tann- og skíðishvalir eru nú um stundir í Norður-Atlantshafi, þar af 43.000 hrefnur og 43.000 langreyðar, sem þýðir að ef veiddar eru 200 langreyðar mun það ekki hafa nein áhrif á stofnstærðina. Allir þessir hvalir éta 13-15 milljónir tonna á ári af til dæmis loðnu, makríl, síld og svifi, 13 sinnum meira en allur íslenski fiskiskipaflotinn veiðir. Þarna er líklega komin meginskýringin á dræmum árgöngum af þessum fisktegundum. Þessir hvalir skilja svo eftir sig 13-15 milljónir tonna af saur og þvagi. Ef meðalaldur hvalanna er 50 ár þá drepast að meðaltali 17.000 dýr á ári. Veiddir eru um 45.000 laxar á ári og þurfa þeir að heyja hetjulega baráttu í um 20 mínútur fyrir lífi sínu. Helmingi er svo sleppt aftur helsærðum og kallast þetta „sport“ en ekki dýraníð.

Er ekki maðkur í þessari mysu?

Ragna Garðarsdóttir