Flest ríki vilja vera sjálfstæð um alla þá matvælaframleiðslu sem þau geta en nú er verið að loka einu hveitimyllu landsins.
Helgi Eyleifur Þorvaldsson
Helgi Eyleifur Þorvaldsson

Helgi Eyleifur Þorvaldsson

Íslenska ríkið setti af stað metnaðarfulla áætlun um eflingu íslenskrar kornræktar í upphafi árs 2024 eftir greiningarvinnu sem hófst árið 2022. Nú skyldi slegið í klárinn. Umræðan spratt upp eftir Úkraínustríð og covid-faraldur. Fæðuöryggi komst aftur á dagskrá og rödd matvælaframleiðenda var léð eyra. Í fyrsta sinn í þrjátíu ár setti ríkið nýja peninga í landbúnað sem ekki var ætlað að slökkva elda vegna vanda í landbúnaðarkerfinu. Tveir milljarðar voru á fimm ára ríkisfjármálaáætlun ætlaðir í eflingu kornræktar, einkum til að hefja aftur kynbætur á korni til að aðlaga það íslenskum aðstæðum og til að styrkja bændur til að fjárfesta í hagkvæmum kornþurrkstöðvum. Bændur höfðu jú sýnt fram á, ár eftir ár, að hægt er að rækta gott korn á Íslandi þótt stuðningskerfið hafi skort. Hugmyndin var sú að smám saman myndi lager þjóðarinnar fyllast af innlendu byggi, hveiti og

...