Björn Rúnar Jónsson, Bubbi, fæddist 30. maí 1946 á Horninu í Borgarnesi. Hann lést á Sjúkrahúsi HVE á Akranesi 14. janúar.
Foreldrar hans voru Ásta Margrét Sigurðardóttir frá Patreksfirði og Jón Bjarni Björnsson úr Borgarnesi. Eldri systir Björns var Svandís Anna, hún lést árið 2016. Svandís var gift Birgi Vigfússyni sem lést á síðasta ári. Bróðir Björns er Árni Rafn sem kvæntur er Steinunni Jónsdóttur.
Björn kvæntist Önnu Ólafsdóttur úr Kópavogi þann 30. nóvember 1968. Þau bjuggu allan sinn búskap í Borgarnesi. Foreldrar Önnu voru Ásta Ólafsdóttir úr Hornafirði og Ólafur Jónsson frá Síðu. Eldri bróðir Önnu er Bjarni sem giftur er Kristínu Indriðadóttur. Yngri systir Önnu er Hafdís sem gift er Guðmundi Einarssyni.
Anna og Bubbi eignuðust tvö börn, Ástu Björk og Jón Bjarna. Ásta er gift
...