Það var kátt í höllinni að loknum leik Króata og Frakka í Zagreb, og tilfinningar heitar hjá heimamönnum. Gamla goðsögnin Domagoj Duvnjak þakkaði þjálfara sínum með risaknúsi. Hannes Sigurðsson hreifst með: Króatar Frökkunum tóku tak, í tryllingi keyrðu þá aftur á bak

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Það var kátt í höllinni að loknum leik Króata og Frakka í Zagreb, og tilfinningar heitar hjá heimamönnum. Gamla goðsögnin Domagoj Duvnjak þakkaði þjálfara sínum með risaknúsi. Hannes Sigurðsson hreifst með:

Króatar Frökkunum tóku tak,

í tryllingi keyrðu þá aftur á bak.

Í útsending beinni

og alsælu hreinni

kysstust þar Dagur og Duvnjak.

Margir hafa brugðið á það ráð að hafa „þurran janúar“. Flestum gefst það vel en einhverjir munu eiga erfitt með þurrkinn. Haraldur Hjálmarsson frá Kambi sýndi samborgurum sínum virðingarverða tillitssemi:

Ég hætti að drekka hálfan mánuð hérna

...