Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Íþróttafélögin sem fengu nýverið bréf frá skattinum, varðandi skil á opinberum gjöldum, koma saman til fundar eftir helgina þar sem ræða á hvernig félögin ætla að bregðast við tilmælum skattstjóra. Minnti skattstjóri m.a. á að samkvæmt leiðbeningum um skil á opinberum gjöldum ætti að skrá leikmenn og þjálfara sem launþega en ekki verktaka.
Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur þetta bréf verið til umræðu innan íþróttahreyfingarinnar. Bréfið fór til þeirra félaga sem eiga lið í efstu og næstefstu deildum karla og kvenna í fótbolta, handbolta og körfubolta. Alls eru um 40 félög með lið í þessum deildum og sum með lið í öllum greinum. Taka á reikningsskil félaganna til skoðunar, þar sem dæmi eru um misbrest á skilum opinberra gjalda af launagreiðslum.
...