Sahaja-hugleiðsla er einföld, kostar ekkert og virkar vel fyrir okkur til að bæta andlega og líkamlega heilsu.
Daði Guðbjörnsson
Daði Guðbjörnsson

Daði Guðbjörnsson

Þeir sem horfðu á þættina um Vigdísi hafa kannski veitt því athygli að í kosningabaráttunni vildi hún ekki taka þátt í „leðjuslagnum“ eins og það var orðað. Þessi aðferð hennar er í raun sú sama og Shri Mataji, frumkvöðull í sahaja-jóga, útskýrir fyrir okkur og ber vitni um mikinn þroska og kjark. Vigdís þorði að standa með sjálfri sér og sínum hugsjónum og getum við mikið lært af henni. Þessi aðferð; að nálgast lífið á jákvæðan hátt, gefur okkur líka meiri lífsfyllingu og árangur að mínu áliti. Reyndar vill svo skemmtilega til að þær Vigdís og Shri Mataji eiga það sameiginlegt að hafa ávarpað kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Peking árið 1995. Þar fengu þær tækifæri til að deila hugsjónum sínum. Þær hafa báðar varað við einni af plágum samtímans sem er öfgahyggja.

Shri Mataji hefur kennt okkur að við

...