Halla Gunnarsdóttir
Þær létu mikið yfir sér, tillögurnar sem Viðskiptaráð kynnti á dögunum og buðu upp á yfir hundrað milljarða króna árlegan „sparnað“ fyrir ríkið. Þar kveður við ýmis kunnugleg stef, svo sem að selja Landsbankann, flugstöðina og Landsvirkjun, fækka framhaldsskólum og leggja niður verkefni á borð við brothættar byggðir, sem ráðið telur til óþurftar. Ekki bera allar tillögurnar með sér mikla innsýn eða þekkingu á þeim verkefnum sem þarna eru undir. Til dæmis er vandséð hvernig fækkun framhaldsskóla úr 27 í fimm eigi að skila hagræðingu að heitið geti nema hugmyndin sé að fleygja nemendunum úr skólanum líka. Enda eru tillögurnar, þegar betur er að gáð, öðru fremur hugmyndafræðileg atlaga að samfélaginu í þágu þeirra sem mest eiga.
Sala Landsvirkjunar væri ekki eingöngu skammsýn, heldur beinlínis hættuleg. Orka er
...