Alþingi Drífa var í átta ár varaþingmaður og átta ár kjörinn þingmaður.
Alþingi Drífa var í átta ár varaþingmaður og átta ár kjörinn þingmaður.

Drífa Hjartardóttir fæddist 1. febrúar 1950 í Reykjavík og æskuslóðirnar eru Fálkagata, Grænuhlíð og svo Miðbraut 2 á Seltjarnarnesi.

„Ég átti mjög góða æsku þar sem ég bjó við mikið frjálsræði. Ég fór í sveit nokkur sumur á Ingjaldssand í Önundarfirði en þangað á ég ættir að rekja og þar kynntist ég sveitastörfum fyrst.“

Drífa gekk í Hlíðaskóla, Mýrarhúsaskóla og loks í Menntaskólann í Reykjavík.

„Ég giftist ung Skúla Lýðssyni frá Keldum og flutti að bænum árið 1969. Við hjónin tókum fljótlega við kúa- og fjárbúi og hófum mikla uppbyggingu á Keldum. Við vorum með búskap í 53 ár og meðfram búskapnum hófum við skógrækt upp úr 1980 sem fjölskyldan stundar enn og erum við búin að planta hátt í þremur milljónum trjáplantna í gróðursnautt landslag. Við hlutum síðar

...