Sönnunarbyrði er sú skylda (málsaðila) að sanna málstað sinn. Í sakamálum, opinberum málum, hvílir hún á ákæruvaldinu en í einkamálum (oftast) á stefnanda
Sönnunarbyrði er sú skylda (málsaðila) að sanna málstað sinn. Í sakamálum, opinberum málum, hvílir hún á ákæruvaldinu en í einkamálum (oftast) á stefnanda. Slái maður húfuna af lögregluþjóni er það ákæruvaldsins að sanna sökina; sjálfur neitar maður öllu. En stefni ég nágrannanum fyrir kattarhvarf hvílir sönnunarbyrðin á mér.