Löngu tímabært að þing komi saman, stefnuræða forsætisráðherra verði flutt og kynnt hvaða frumvörp nýir ráðherrar ætla að leggja fyrir þingið.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Alþingi kemur saman þriðjudaginn 4. febrúar þegar rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá kjördegi, 30. nóvember, og ný ríkisstjórn hefur setið frá 21. desember.

Almennt séð er óviðunandi að svo langan tíma taki að formfesta úrslit þingkosninga og kalla nýkjörið þing saman til síns fyrsta fundar. Var það í raun ætlunin með kosningalögunum sem tóku gildi 1. janúar 2022 að hanna regluverk sem virkaði á þennan veg?

Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu að kosningalögunum, sem samið var af nefnd og flutt af þáverandi þingforseta, Steingrími J. Sigfússyni, var tilgangur laganna að einfalda regluverk vegna kosninga. Um

...