Jens Garðar Helgason
Sundferill undirritaðs sökk dýpst þegar hann, þá 12 ára gamall, var nærri drukknaður í boðsundskeppni í innilauginni á Eskifirði árið 1988. Sundkennarinn þurfti að stinga sér út í 12 metra laugina, sundkappanum til bjargar. Sennilega lenti Michael Phelps, einn besti sundmaður sögunnar, aldrei í slíkum hremmingum. Meira um það síðar.
Yfir 85% af orkunotkun Íslendinga eru græn. Á þeim forsendum fengu Íslendingar á sínum tíma undanþágu frá Kyoto-bókuninni (undanfara Parísarsamningsins), enda óraunhæft að leggja Íslendinga að jöfnu við þjóðir sem byggðu orkunotkun sína að langmestu leyti á jarðefnaeldsneyti. Vinstristjórnin 2009-2013, í kjölfar ESB-umsóknar, henti þjóðinni á þann vagn sem við erum nú föst á. Í framhaldinu voru sett loftslagsmarkmið sem eru algjörlega óraunhæf. Það sér hver hugsandi maður að mun erfiðara er að
...