Páll Óskar missti meðvitund heima hjá sér síðastliðinn sunnudag, féll illa og þríbrotnaði í kjálkanum og braut m.a. sjö jaxla. „Það er ógeðslega fyndið að það sé að koma út lag sem heitir Allt í lagi en ég sit heima hjá mér…
Páll Óskar missti meðvitund heima hjá sér síðastliðinn sunnudag, féll illa og þríbrotnaði í kjálkanum og braut m.a. sjö jaxla. „Það er ógeðslega fyndið að það sé að koma út lag sem heitir Allt í lagi en ég sit heima hjá mér kjálkabrotinn,“ sagði hann á K100 í gær, en sama dag kom lagið út með honum og Benna Hemm Hemm. Hann horfir þó jákvæðum augum fram á við og ætlar að minnka álag. Hann lofar að vera kominn á svið strax og hann hefur náð bata, í vor – um leið og tennurnar hafa verið lagaðar. „Ég verð miklu sætari eftir á.“
Nánar á K100.is.