Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) samþykkti í gær innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Tillagan jafngildir kjarasamningi verði hún samþykkt og hefur Kennarasamband Íslands (KÍ) frest til…

Egill Aaron Ægisson

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) samþykkti í gær innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga.

Tillagan jafngildir kjarasamningi verði hún samþykkt og hefur Kennarasamband Íslands (KÍ) frest til klukkan 13 í dag til þess að bregðast við henni en tillagan var lögð fram á fimmtudag.

Efnislega er um að ræða framhald á vegferð sem ríkissáttasemjari lagði upp með í lok nóvember þegar samninganefndirnar gerðu með sér samkomulag um friðarskyldu til tveggja mánaða.

Í tilkynningu sem stjórn SÍS sendi á fjölmiðla í gærkvöldi kemur fram að stjórnin vilji fara í þá vegferð sem ríkissáttasemjari hefur lagt fram

...