Kaupstefnan er haldin í 30. sinn.
Kaupstefnan er haldin í 30. sinn.

Icelandair Mid Atlantic-ferðakaupstefnan verður sett í 30. sinn í dag í Laugardalshöll. Kaupstefnan er sú stærsta sinnar tegundar hér á landi og er einn af lykilviðburðunum í íslenskri ferðaþjónustu. Þar munu koma saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu beggja vegna Atlantshafsins, auk fjölda íslenskra ferðaþjónustuaðila.

Tómas Ingason, framkvæmdastjóri markaðssviðs Icelandair, segist reikna með yfir 700 þátttakendum. „Viðburðurinn er í raun okkar leið til þess að búa til og efla tengsl á milli kaupenda og seljenda á markaðssvæðum okkar.“