Fuglainflúensa greindist í ref sem aflífaður var í Skagafirði fyrr í þessari viku, en sýni sem tekin voru úr refnum voru send Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum sem komst að þessari niðurstöðu. Frá þessu er greint á heimasíðu Matvælastofnunar.
Það var heimamaður í Skagafirði sem tók eftir því að refurinn væri augljóslega veikur. Hafi hann verið mjög slappur, lítið hreyft sig og verið valtur á fótunum. Var þetta tilkynnt til MAST sem fékk reyndar refaskyttur til að aflífa rebba. Var hræ hans sent til rannsóknar og kom í ljós að refurinn var með fuglaflensu af gerðinni H5N5.
MAST biður fólk að vera vakandi yfir sjúkdómseinkennum eða óeðlilegri hegðun refa og verði það þess vart er þess óskað að stofnuninni verði tilkynnt um það, sem og ef það verður vart við veika eða dauða refi. Bent er á að fleiri spendýr í náttúrunni, t.a.m. rottur
...