Þýska þingið felldi í gær frumvarp um herta innflytjendalöggjöf með 350 atkvæðum gegn 338. Kristilegu flokkarnir CDU og CSU lögðu frumvarpið fram eftir að þeir fengu samþykkta umdeilda þingsályktun á miðvikudaginn með stuðningi hægrijaðarflokksins AfD.
Friedrich Merz, leiðtogi CSU, sagði fyrir atkvæðagreiðsluna að hann hefði fullan hug á því að fá frumvarpið samþykkt, jafnvel þótt það yrði með stuðningi AfD.
Harðar umræður spunnust á þinginu í gær, og sakaði Scholz kanslari Merz um að vera opinn fyrir því að mynda ríkisstjórn með AfD. Rolf Mützenich, þingmaður þýskra sósíaldemókrata, sagði við Merz að enn væri hægt að „loka hliðum helvítis“ með því að neita samstarfi við AfD.